Innlent

Aldrei hafa fleiri konur leitað til kvennaathvarfssins

Aldrei hafa fleiri konur leitað til kvennaathvarfssins en fyrstu mánuði þessa árs. Bendir til þess að mikið sé að í þjóðfélaginu segir framkvæmdastýra athvarfsins.

Þessar tölur eru áhyggjuefni því aðsókn í kvennathvarfið var óvenjulega milkil í fyrra og miðað við fyrstu mánuði þessa árs lítur allt út fyrir að árið ár verði met ár, ef svo má taka til orða.

Mest aukningin í viðtölum þar sem konur fá ráðgjöf og stuðning án þess að koma í dvöl, tekin hafa verið rétt um 460 viðtöl þar sem af er árs en þau voru um 260 á sama tíma í fyrra

Búið að taka næstum jafn mörg viðtöl á þessu ári eins og allt árið í fyrra sem eins og fram hefur komið var samt mikið "aðsóknarár".

Alls hafa rúmlega 300 konur sótt sér aðstoð í Athvarfið það sem af er árs en þær voru í 400 í fyrra og höfðu þá einungis einu sinni verið fleiri í 27 ára sögu athvarfsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×