Íslenski boltinn

Keflvíkingar ætla að tryggja sig með því að fá Lasse til sín

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson ætlar að vera við öllu búinn á lokasprettinum í Pepsi-deildinni.
Willum Þór Þórsson ætlar að vera við öllu búinn á lokasprettinum í Pepsi-deildinni. Mynd/Valli
Lasse Jörgensen mun spila með Keflavík út tímabilið og sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari liðsins, í samtali við Íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunar í dag að Keflvíkingar séu með þessu að tryggja sig fyrir því sem kom fyrir í upphafi tímabils.

Keflvíkingar lentu í vandræðum í upphafi móts í maí þegar aðalmarkvörður liðsins, Ómar Jóhannsson meiddist og var frá keppni í mánuð.

KSÍ synjaði beiðni Keflvíkinga um undanþágu til að fá til sín annan markmann utan félagaskiptagluggans og 18 ára markvörður annars flokks, Árni Freyr Ásgeirsson tók að sér markmannsstöðuna.

Willum Þór Þórsson þjálfari Keflavíkur sagði við íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunar í morgun að hann vildi ekki lenda aftur í þessari stöðu og því hafi Lasse verið fenginn aftur til Keflavíkur þar sem hann verður út þetta tímabil.

Jörgensen er fyrrverandi leikmaður Silkeborgar í Danmörku en hann lék með Keflvíkingum í fyrra en hélt svo aftur til Danmerkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×