Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 11:55 Catalina Ncogo. „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
„Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira