Dómsmálaráðherra fundar með biskupi 23. ágúst 2010 06:45 Karl Sigurbjörnsson Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. Að sögn Rögnu munu hún og Karl einnig ræða almennt um aðkomu ráðuneytisins að málefnum þjóðkirkjunnar, en í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að Þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. „Svo virðist vera sem ráðuneytið hafi ekki eftirlit með því hvort starfsmenn kirkjunnar fari að lögum eða ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá skilningur sé réttur. Ég hef engan vilja til að hlaupast undan ábyrgð í þessu máli, en það þarf að vera skýrt hver ábyrgð ráðuneytisins er samkvæmt lögum," segir Ragna. Biskup Íslands sendi á laugardag frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Geirs. Karl segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta, að hún gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Í kjölfar ummæla Geirs kallaði Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og fleiri prestar eftir því að biskup leysti Geir frá störfum. Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að biskup kunni að hafa tilefni til að áminna Geir eða víkja honum úr starfi. Ennfremur sendi Karl Sigurbjörnsson biskup frá sér yfirlýsingu seint í gær, þar sem hann vísar því á bug að hafa reynt að þagga niður mál Sigrúnar Pálínu Ingvadóttur á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi, árið 1996. Að sögn Rögnu stendur ekki til að ræða það mál á fundi hennar og biskups í dag. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta virðist vera löng saga og ekki ljóst hverjir vissu hvað og hvenær, svo ég tjái mig ekki um það," segir Ragna. Spurð hvort þjóðkirkjan hafi beðið álitshnekki síðustu daga segist Ragna þurfa að kynna sér málið betur áður en hún tjái sig um það. kjartan@frettabladid.is Ragna Árnadóttir Geir Waage prestastefna Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ragna Árnadóttir, dómsmála- og mannréttindaráðherra, fundar í dag með Karli Sigurbjörnssyni biskupi um málefni þjóðkirkjunnar. Tilefnið segir Ragna vera þau ummæli Geirs Waage, sóknarprests í Reykholti, að þagnarskylda presta sé hafin yfir landslög, jafnvel í tilfelli kynferðisbrota gegn börnum. Að sögn Rögnu munu hún og Karl einnig ræða almennt um aðkomu ráðuneytisins að málefnum þjóðkirkjunnar, en í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að Þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka. „Svo virðist vera sem ráðuneytið hafi ekki eftirlit með því hvort starfsmenn kirkjunnar fari að lögum eða ekki. Hins vegar er nauðsynlegt að ganga úr skugga um að sá skilningur sé réttur. Ég hef engan vilja til að hlaupast undan ábyrgð í þessu máli, en það þarf að vera skýrt hver ábyrgð ráðuneytisins er samkvæmt lögum," segir Ragna. Biskup Íslands sendi á laugardag frá sér yfirlýsingu þar sem hann mótmælir ummælum Geirs. Karl segir fyrirmæli barnaverndarlaga taka af öll tvímæli um tilkynningaskyldu presta, að hún gangi framar ákvæðum laga eða siðareglna um þagnarskyldu. Í kjölfar ummæla Geirs kallaði Bjarni Karlsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og fleiri prestar eftir því að biskup leysti Geir frá störfum. Hrefna Friðriksdóttir, lektor við lagadeild Háskóla Íslands, telur að biskup kunni að hafa tilefni til að áminna Geir eða víkja honum úr starfi. Ennfremur sendi Karl Sigurbjörnsson biskup frá sér yfirlýsingu seint í gær, þar sem hann vísar því á bug að hafa reynt að þagga niður mál Sigrúnar Pálínu Ingvadóttur á hendur Ólafi Skúlasyni, þáverandi biskupi, árið 1996. Að sögn Rögnu stendur ekki til að ræða það mál á fundi hennar og biskups í dag. „Ég þekki það mál ekki nógu vel. Þetta virðist vera löng saga og ekki ljóst hverjir vissu hvað og hvenær, svo ég tjái mig ekki um það," segir Ragna. Spurð hvort þjóðkirkjan hafi beðið álitshnekki síðustu daga segist Ragna þurfa að kynna sér málið betur áður en hún tjái sig um það. kjartan@frettabladid.is Ragna Árnadóttir Geir Waage prestastefna Í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar segir að þjóðkirkjan njóti sjálfræðis gagnvart ríkisvaldinu innan lögmæltra marka.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira