Gos gæti verið hafið Kristján Már Unnarsson skrifar 3. nóvember 2010 11:58 Frá síðasta gosi í Grímsvötnum, árið 2004 Hugsanlegt er að lítið eldgos sé þegar hafið í Grímsvötnum og það hafi byrjað á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn eru nú á leið í flugvél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar er á seyði. Það var milli klukkan tvö og þrjú í nótt sem vísindamenn tóku eftir breytingum í Grímsvötnum en þá fóru mælar skyndilega að sýna meiri óróa. Að sögn Páls Einarssonar prófessors hefur þessi órói verið nokkuð stöðugur síðan og stendur enn yfir. Páll telur þrennt geta skýrt þennan aukna óróa. Breyting gæti hafa orðið í vatnsrásinni og hlaupið vaxið skyndilega, breyting gæti hafa orðið á suðu í jarðhitakerfinu, og þriðji möguleikinn sé sá að örlítið gos hafi hafist þarna í nótt.Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er í vél Landhelgisgæslunnar sem er þegar farin í loftiðAð sögn Páls stendur til að kanna betur hvað þarna er á seyði og var ákveðið að senda hóp vísindamanna með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, yfir Grímsvötn, og fór hún í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um fimmtán mínútum fyrir klukkan tólf. Eins og menn muna frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er Gæsluvélin búin mjög fullkomnum búnaði til að greina eldsumbrot í gegnum skýjahulu, meðal annars hitamyndavél, en búist er við að hún verði komin yfir svæðið laust fyrir klukkan hálfeitt. Þá ætti að skýrast hvort eldgos sé hafið í Grímsvötnum eða hvort eitthvað annað skýri óróann sem þar hófst í nótt. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er einnig um borð í Gæsluvélinni og verða myndir úr fluginu væntanlega sýndar á fréttavefnum visir.is síðar í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Hugsanlegt er að lítið eldgos sé þegar hafið í Grímsvötnum og það hafi byrjað á þriðja tímanum í nótt. Vísindamenn eru nú á leið í flugvél Landshelgisgæslunnar yfir svæðið til að kanna hvað þar er á seyði. Það var milli klukkan tvö og þrjú í nótt sem vísindamenn tóku eftir breytingum í Grímsvötnum en þá fóru mælar skyndilega að sýna meiri óróa. Að sögn Páls Einarssonar prófessors hefur þessi órói verið nokkuð stöðugur síðan og stendur enn yfir. Páll telur þrennt geta skýrt þennan aukna óróa. Breyting gæti hafa orðið í vatnsrásinni og hlaupið vaxið skyndilega, breyting gæti hafa orðið á suðu í jarðhitakerfinu, og þriðji möguleikinn sé sá að örlítið gos hafi hafist þarna í nótt.Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er í vél Landhelgisgæslunnar sem er þegar farin í loftiðAð sögn Páls stendur til að kanna betur hvað þarna er á seyði og var ákveðið að senda hóp vísindamanna með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, yfir Grímsvötn, og fór hún í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um fimmtán mínútum fyrir klukkan tólf. Eins og menn muna frá eldgosinu í Eyjafjallajökli er Gæsluvélin búin mjög fullkomnum búnaði til að greina eldsumbrot í gegnum skýjahulu, meðal annars hitamyndavél, en búist er við að hún verði komin yfir svæðið laust fyrir klukkan hálfeitt. Þá ætti að skýrast hvort eldgos sé hafið í Grímsvötnum eða hvort eitthvað annað skýri óróann sem þar hófst í nótt. Kvikmyndatökumaður Stöðvar 2 er einnig um borð í Gæsluvélinni og verða myndir úr fluginu væntanlega sýndar á fréttavefnum visir.is síðar í dag og í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira