Saka Guðmund um einelti og hroka 28. júní 2010 04:00 Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður götusmiðjunnar. Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira
Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Sjá meira