Aníta Briem giftir sig í dag 20. ágúst 2010 13:30 Geislandi brúður Aníta Briem leikkona var geislandi á rauða dreglinum stuttu áður en hún hélt til Grikklands þar sem hún giftist unnusta sínum Dean Paraskevopoulus við hátíðlega athöfn í dag. nordicphotos/getty „Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
„Við erum bara á leiðinni á æfingu í kirkjuna núna og allt gengur svakalega vel," segir Erna Þórarinsdóttir söngkona en dóttir hennar, Hollywood-leikkonan Aníta Briem, gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulus í dag. Athöfnin fer fram á grísku eyjunni Santorini en eyjan er einmitt fræg fyrir að vera sögusvið söngvamyndarinnar Mamma Mia. Erna segir umhverfið og eyjuna vera stórkostlegt. „Þetta er bara alveg yndislegt hérna, frábært veður og allir glaðir og ánægðir." Spurð hvort Aníta sé nokkuð stressuð eins og margar verðandi brúðir eru daginn fyrir stóra daginn, svarar Erna neitandi „Nei, alls ekki, það er allt svo þægilegt og allir mjög afslappaðir hérna." 90 gestir eru mættir til Grikklands til að heiðra brúðhjónin en Aníta sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í sumar að veislan yrði í tvær vikur. Erna gerir ráð fyrir að flestir gestirnir verði allavega fram yfir helgi. „Við erum um 30 Íslendingar hérna, ættingjar og nánir vinir, og svo gríska fjölskylda hans og fullt af vinum frá Los Angeles. Alveg frábær hópur," segir Erna og bætir við að nokkur fræg andlit séu meðal gesta. Til dæmis leikarinn úr sjónvarpsþáttaröðinni House og kvikmyndinni Alfie, Omar Erps, en hann framleiðir myndina You, me & the Circus sem Aníta leikur í. Þrátt fyrir að brúðkaupið sé haldið í útlöndum er íslenskur bragur yfir viðburðinum. Stjörnupresturinn Pálmi Matthíassson mun gefa parið saman og allar brúðarmeyjarnar eru í kjólnum frá íslenska fatamerkinu Emami. „Kjólarnir frá Emami eru æðislegir og svo er íslensk hárgreiðslukona að sjá um hárið og íslensk stelpa sem sér um að farða Anítu í dag, svo það eru margir með puttana í þessu og hjálpa okkur að gera þennan dag sem bestan," segir Erna glöð í bragði. Unnusti Anítu, leikstjórinn Paraskevopoulus, er frá Grikklandi og þau ætla að fylgja þeim gríska sið að láta brúðkaupsgesti sækja brúðina með hljóðfæraleikurum og lófaklappi og fylgja henni þannig í kirkjuna. Parið ætlar að dveljast á eyjunni í tvær vikur áður en þau halda aftur til Los Angeles þar sem þau eru búsett. alfrun@frettabladid.is
Lífið Tengdar fréttir Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00 Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00 Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Sjá meira
Brúðarmeyjar í íslenskum kjól Tískufyrirtækið Emami hefur boðið leikkonunni Anítu Briem að hanna kjóla frítt á sex brúðarmeyjar hennar þegar hún gengur í það heilaga með unnusta sínum Dean Paraskevopoulos á grísku eyjunni Santorini í sumar. Aníta hefur þekkst boðið. 8. júlí 2010 06:00
Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! Aníta Briem flytur Pálma Matthíasson prest til Grikklands þar sem hún giftist grískum unnusta sínum síðasumars. 15. júní 2010 11:00