Aníta Briem giftir sig á grísku eyjunni úr Mamma mia! 15. júní 2010 11:00 Aníta og Dean trúlofuðu sig í Mývatnssveit hjá móður Anítu í lok síðasta árs. Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Leikkonan Aníta Briem og unnusti hennar, leikstjórinn Dean Paraskevopoulos, ætla að gifta sig síðsumars á grísku eyjunni Santorini. Santorini var sögusvið kvikmyndarinnar Mamma mia! Aníta segir að Mamma mia! hafi þó ekki haft áhrif á val á brúðkaupsstað. „Nei, en við ætlum að fylgja fallegum sið þar sem brúðguminn og gestirnir koma og sækja brúðina heim til hennar, eða í villuna sem hún er búin að leigja," segir Aníta glettin og heldur áfram: „Við hendum þarna inn tveimur til þremur hljóðfæraleikurum og göngum öll saman á staðinn þar sem athöfnin fer fram." Aníta segir athöfnina annars eiga að vera persónulega og hlýja. „Við ætlum að skiptast á loforðum fyrir framan það fólk sem skiptir okkur máli, nánustu fjölskyldu og dásamlega vini," útskýrir Aníta og bætir við að þau ætli að sameina tvo sterka og fallega menningarheima.Brúðguminn og gestirnir koma og sækja Anítu og svo ganga allir saman í athöfnina.„Svo ætlum við að flytja út íslenska stórprestinn Pálma Matthíasson sem ætlar að gefa okkur saman á grískri eyju. Þetta er táknrænt fyrir hvernig við viljum vera saman, stolt af því hvaðan við komum og að það hafi gert okkur að því sem við erum í dag og svo fáum við líka að erfa allt það stórkostlega frá hinum," upplýsir Aníta sem segist með þessu vera að gera Dean að heiðurs-Íslendingi.„Og í staðinn fæ ég að tilheyra fólkinu sem bjó til vestræna siðmenningu." Aníta verður í brúðarkjól frá breska hönnuðinum Jenny Packham. En hún hefur komist í fjölmiðla á Íslandi fyrir að ganga í íslenskri hönnun. Ætlar hún að vera með einhverja íslenska hönnun í brúðkaupinu?„Ég er mikill aðdáandi íslenskrar hönnunar og við eigum mikið af hæfileikaríku fólki. Ég er að fara að skoða hönnuði fyrir brúðarmeyjakjólana, það er frábær hugmynd að sjá hvort þeir gætu ekki komið frá íslenskum hönnuði. Það væri fallegt."Santorini var sögusvið myndarinnar Mamma mia! sem var aðsóknarmesta myndin á Íslandi 2008.Aníta og Dean ásamt fjölskyldum og vinum ætla að dvelja á Santorini í nokkurn tíma.„Við ætlum að halda tveggja vikna brúðkaup," segir Aníta innt eftir því hvort parið ætli í brúðkaupsferð. „Og kannski stinga af hér og þar."-mmf
Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Cecilie tekur við af Auði Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira