Danir setja hundrað milljónir í fyrstu mynd Rúnars 24. september 2010 00:01 Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. Fréttablaðið/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira