Danir setja hundrað milljónir í fyrstu mynd Rúnars 24. september 2010 00:01 Danir virðast hafa mikla trú á Rúnari Rúnarssyni en New Danish Screen ákvað að styrkja kvikmynd hans, The Volcano, um rúmar hundrað milljónir íslenskra króna. Fréttablaðið/Pjetur Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Rúnar Rúnarsson fékk í gær staðfestingu á því að kvikmyndasjóðurinn New Danish Screen, sem er stofnun innan dönsku kvikmyndamiðstöðvarinnar, myndi styrkja gerð kvikmyndarinnar The Volcano um hundrað og fjórar milljónir, eða fimm milljónir danskra. Þetta þykir einstakt þar sem kvikmyndin er alfarið leikin á íslensku, tekin upp hér á landi með íslensku starfsfólki og aðalleikurum. „Þetta sýnir bara hversu mikla trú þeir hafa á Rúnari, myndin er nefnilega eins íslensk og sviðasulta,“ segir Þórir Snær Sigurjónsson hjá framleiðslufyrirtækinu ZikZak sem framleiðir myndina. Þórir bætir því við að inn í þessari fjárhæð sé sjónvarpssala til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. „Þetta er einfaldlega mikil stuðningsyfirlýsing við hans kvikmyndagerð og við gætum ekki verið glaðari,“ segir Þórir. Dagur Kári fékk hærri styrk á sínum tíma fyrir kvikmyndina Voksne Mennesker en sú mynd var öll tekin upp í Kaupmannahöfn, var leikin á dönsku og með dönskum leikurum í aðalhlutverkum. New Danish Screen er ætlað að styðja og styrkja unga og upprennandi danska kvikmyndagerðarmenn en Rúnar útskrifaðist sem kunnugt er úr Konunglega danska kvikmyndaháskólanum fyrir skemmstu. Stuttmyndir sem hann gerði á námsárunum vöktu mikla athygli, Síðasti bærinn í dalnum var til að mynda tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins og stuttmyndirnar Smáfuglar og Anna hafa farið sigurför um heiminn. Eldfjallið fjallar um mann, sem er að fara á eftirlaun og á erfitt með að tjá tilfinningar sínar en þetta er fyrsta kvikmynd Rúnars í fullri lengd. Fyrstu prufutökur voru í gær en formlegar tökur hefjast í dag. Að sögn Þóris verður tökuliðið að mestu leyti í Reykjavík og Kópavogi. „Og svo verðum við nokkra daga í Vestmannaeyjum.“ Eyjarnar eru því að verða nokkuð vinsæll áningastaður meðal kvikmyndagerðarmanna því Djúpið eftir Baltasar Kormák var að mestu leyti gerð þar og svo stendur til að kvikmynda mynd um Skólahreysti úti í Eyjum. „Þetta er náttúrlega fáránleg tilviljun en ein aðalpersónan hefur tengingu við Eyjar sem skýrir kannski svolítið nafnið á myndinni,“ segir Þórir en með aðalhlutverk í myndinni fara þau Theódór Júlíusson og Margrét Helga Jóhannsdóttir. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira