Skoskir dómarar ætla í verkfall Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2010 17:30 Neil Lennon, stjóri Celtic. Nordic Photos / Getty Images Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum. Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira
Samtök knattspyrnudómara í Skotlandi vilja fara í verkfall um næstu helgi eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports í dag. Dómarar í Skotlandi hafa mátt þola mikla gagnrýni í haust og hafa sumir fengið líflátshótanir frá stuðningsmönnum knattspyrnuliða í skosku úrvalsdeildinni. Nýlega komst mál dómarans Dougie McDonald í hámæli eftir atvik sem átti sér stað í leik Celtic og Dundee United. McDonald hafði dæmt vítaspyrnu Celtic í hag en hann dró svo dóminn til baka. McDonald gerði illt verra með því að ljúga til um málsatvik í leikskýrslu sinni. Hann sagði að aðstoðardómari hans, Steven Craven, hefði ráðlagt honum að draga dóminn til baka en það var rangt. Raunin var sú að hann gerði sér fyllilega grein fyrir því sjálfur að dómurinn var rangur og það fékk hann svo staðfest hjá Craven. Aðstoðardómarinn hafi því engin áhrif haft á ákvörðun McDonald. Þrátt fyrir þetta leiddi rannsókn skoska knattspyrnusambandsins í ljós að McDonald hefði ekkert rangt gert. Hann fékk aðeins áminningu um að vanda sig betur við skýrslugerð sína í framtíðinni. Craven var óánægður með þessa meðferð og ákvað að hætta dómgæslu. Margir hafa nú stigið fram og gagnrýnt McDonald harkalega opinberlega. Meðal þeirra eru John Reid, stjórnarformaður Celtic, og Neil Lennon, knattspyrnustjóri liðsins. Stjórnarformaður skoska knattspyrnusambandsins hefur einnig lofað því að taka refsingarkerfi dómara til endurskoðunar. Dómarar funduðu í gær og mun þetta vera niðurstaðan. Sex leikir eru á dagskrá skosku úrvalsdeildarinnar um helgina sem og mikið af leikjum í neðri deildunum og bikarkeppninni. Þess má svo geta að téður McDonald dæmdi viðureign Danmerkur og Íslands í undankeppni EM 2012 á Parken í september síðastliðnum.
Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Fleiri fréttir Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Sjá meira