Íhuga að sniðganga Ísland 17. maí 2010 07:00 Mynd/Valli Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi." Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Stór lyfjafyrirtæki íhuga alvarlega að hætta að setja ný lyf á markað hér á landi, og jafnvel hætta að selja lyf sem þau eru með í sölu í dag vegna lækkandi lyfjaverðs og óstöðugleika á lyfjamarkaði hér á landi. „Það er ekki hægt að lækka endalaust lyfjaverðið á Íslandi, eins og landið sé í einhvers konar tómarúmi," segir Robin Turner, framkvæmdastjóri hjá svissneska lyfjafyrirtækinu Roche. Fyrirtækið er eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims og stærsti framleiðandi krabbameinslyfja í heiminum í dag. „Það verður að horfa á heildarmyndina, það getur vel verið að það sé hægt að ná hagræðingu, en ríkisstjórnin á Íslandi er ekki að beita réttum aðferðum. Þeir taka einhliða ákvarðanir hverja annarri vitlausari, og hafa ekkert samráð við okkur eða önnur lyfjafyrirtæki. Þá er ekki hægt að komast að niðurstöðu sem gengur upp fyrir báða aðila," segir Turner. Hann segir ófremdarástand hafa ríkt á lyfjamarkaðinum á Íslandi undanfarið. Þar skipti ekki síst máli að heilbrigðisráðherra hafi ítrekað tekið einhliða ákvarðanir, breytt fyrri ákvörðunum fyrirvaralaust og án samráðs. „Það er augljóst að ef lyfjaverðið fer undir ákveðið lágmark hefur mitt fyrirtæki engin önnur úrræði en að hætta við að setja tiltekin lyf á markaði á Íslandi," segir Turner. Þá sé líklegt að hætt verði að selja ákveðin lyf sem hafi verið í sölu á Íslandi fari verðið undir ákveðið lágmark. Þó íslenski lyfjamarkaðurinn sé lítill er ekki hægt að bjóða lægra verð hér en annars staðar í Evrópu, segir Turner. Ástæðan er sú að bjóðist betri verð hér en á margfalt stærri mörkuðum sé einfaldlega gerð krafa þar um að fá lyfin á jafn lágu verði. Hann segir Roche fráleitt eina fyrirtækið sem sé búið að fá nóg. Önnur stór lyfjafyrirtæki séu í sömu stöðu, og þar hljóti menn að íhuga málin á sama grundvelli. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segir kröfu Íslendinga ekki að fá lyfin á lægra verði en aðrir, aðeins að fá sambærilegt verð og nágrannalöndin. „Það er misskilningur að þetta skipti sköpum varðandi afkomu lyfjafyrirtækjanna í heiminum, þetta er 300 þúsund manna markaður, sem er örmarkaður fyrir lyfjaiðnaðinn. Ég held að það séu ýkjur að þessi fyrirtæki íhugi að hætta að setja lyf á markað hér á landi."
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira