Flugbannsvæði stækkað vegna sprengingar Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 12:00 Í gærkvöldi var um að ræða þríhyrnt svæði á myndinni. Þetta svæði stækkaði vegna gossprengingarinnar í morgun. Mynd/Flugstoðir Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sprengingin í gosstróknum í eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í morgun varð til þess að svæði þar sem flugumferð var bönnuð var stækkað þónokkuð. Gosóróinn jókst verulega upp úr klukkan sjö í morgun í eldstöðinni á Fimmvörðuhálsi og varð mikil sprenging í gosstróknum sem fór upp í allt að fjögurra kílómetra hæð. Enn er flogið innanlands og þá hefur millilandaflug Iceland Express haldið áfram þrátt fyrir verkfall flugvirkja. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir að sprenging í gosstróknum hafi gert það að verkum að stækka þurfti svæði þar sem flugumferð er bönnuð á. „Það sem að gerist um leið og þessi strókur feri upp í loftið að veðurfræðingar og aðrir fara af stað og meta hvaða áhrif þetta getur haft miðað við hvernig áttirnar eru. Við höfum stækkað svæðið sem hefur verið lokað fyrir flugumferð, en þetta er ekki það stórt að það þurfi að hafa áhyggjur af því eins og staðan er núna," segir Hjördís Guðmundsdóttir. Hjördís segir að flugumferð sé ekki stýrt inn á það svæði sem umferð er bönnuð á. Í gær stuttu etir að gos hófst var þetta svæði 120 sjómílur en er miklu minna núna. Veðurfræðingar og aðrir sérfræðingar meta hvert gosmökkurinn komi til með að færast. Eldgosið hefur haft mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu og raskað ferðaáætlunum þúsunda flugfarþega. Það eru ekki bara ferðamenn sem hafa þurft að breyta sínum áætlunum því 200 hermenn Bandaríkjahers, sem átttu að fljúga til Suðaustur-Asíu í gær og eru hluti af mannafla Bandaríkjamanna í Írak, þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum vegna gossins að því er fram kemur í bandarískum fjölmiðlum. Um varúðarráðstöfun var að ræða. Í morgun lá ekki fyrir hvort hermennirnir hefðu komist í flugið en þeir sátu fastir í Egg Harbour í New Jersey í gær.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira