Innlent

Á sjötta þúsund manns heimsóttu Viðey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjöldi manns heimsótti Viðey í júní.
Fjöldi manns heimsótti Viðey í júní.
Um 5.754 manns heimsóttu Viðey í júní, en það er um 34% aukning miðað við sama mánuð í fyrra. Gestum í maí fjölgaði um 22% miðað við sama mánuð í fyrra. Til viðbótar við farþega í áætlun bætist svo töluverður fjöldi fólks sem kemur á eigin vegum á smábátum eða kajökum, en sá hópur fer ört stækkandi.

Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, verkefnastjóri Viðeyjar, segir að í sumar hafi verið unnið markvisst að endurbótum á göngustígum í Viðey. Sérstakir átakshópar hafa verið að störfum við framkvæmdina og hafi þessar lagfæringar skilað sér í verulega bættu aðgengi gesta Viðeyjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×