Sjö lið komust áfram í 32 liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2010 22:45 Það var kalt á mörgum leikjum í kvöld. Hér fagna leikmenn Gent sigurmarki sínu. Mynd/AP Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Manchester City og Lech Poznan voru ekki einu liðin sem tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. PSV Eindhoven, Metalist Kharkiv, Young Boys, Sporting og Bayer Leverkusen eru einnig komin áfram. Manchester City og Lech Poznan eru bæði komin áfram upp úr A-riðli en ítalska stórliðið Juventus er úr leik eftir aðeins 1-1 jafntefli á móti Lech Poznan i Póllandi. Bayer Leverkusen er komið áfram upp úr B-riðli eftir 1-0 sigur á Rosenborg í frostinu í Þrándheimi en norska liðið er úr leik. Aris vann 3-2 sigur á Atlético Madrid eftir að hafa lent 1-2 undir og eru liðin því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina. Aris mætir þá Rosenborg á heimavelli en Atlético Madrid heimsækir Bayern Leverkusen.Aris Thessaloniki vann dramatískan sigur á Atletico Madrid.Mynd/APSporting Lissabon tryggði sér sæti í 32 liða úrslitunum með 1-0 sigri á Lille en franska liðið keppir við Gent um hitt sætið í lokaumferðinni í C-riðli. Gent er með tveggja stiga forskot á Lille eftir 1-0 sigur á Levski Sofia í kvöld. Metalist Kharkiv og PSv Eindhoven tryggðu sér tvö efstu sætin í I-riðli, Metalist vann 2-1 sigur á Debreceni en PSV kom til baka og vann 2-1 sigur á Sampdoria á Ítalíu. Liðin mætast í úrslitaleik um sigur í riðlinum í síðustu umferðinni en ítalska liðið er úr leik. Zenit St Petersburg vann sinn fimmta leik í röð og er fyrir löngu búið að tryggja sér sigurinn í G-riðlinum. AEK Aþena og Anderlecht keppa um hitt sætið í lokaumferðinni en gríska liðinu nægir þar jafntefli. Stuttgart er búið að tryggja sér sigur í H-riðli. Þýska liðið virtist ætla að tryggja sér sinn fimmta sigur í röð á útivelli á móti Young Boys en Svisslendingarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu átta mínútunum og tryggðu sér með því sæti í 32 liða úrslitunum. Úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld:Adam Johnson fagnar marki sínu í kvöld.Mynd/APG-riðillZenit-Anderlecht 3-1 1-0 Aleksey Ionov (12.), 2-0 Aleksandr Bukharov (65.), 2-1 Kanu (87.), 3-1 Szabolcs Huszti (88.)Hajduk Split-AEK Aþena 1-3 0-1 Ignacio Scocco (50.), 0-2 Konstantinos Manolas (61.), 0-3 Ismael Blanco (84.), 1-3 Jurica Buljat (90.)B-riðillAtletico Madrid-Aris Thessaloniki 2-3 0-1 Koke (3.), 1-1 Diego Forlan (11.), 2-1 Sergio Agüero (16.), 2-2 Koke (51.), 2-3 Nikolaos Lazaridis (81.) Rosenborg-Bayer Leverkusen 0-1 0-1 Sidney Sam (35.)H-riðillYoung Boys-Stuttgart 4-2 1-0 David Degen (39.), 1-1 Pavel Pogrebnyak (48.), 1-2 Sven Schipplock (68.), 2-2 Scott Lee Sutter (82.), 3-2 Emmanuel Mayuka (85.), 4-2 Emmanuel Mayuka (86.)Odense-Getafe 1-1 0-1 Pedro Ríos (17.), 1-1 Hans Henrik Andreasen (90.).A-riðillManchester City-Salzburg 3-0 1-0 Mario Balotelli (18.), 2-0 Mario Balotelli (65.), 3-0 Adam Johnson (78.)Lech Poznan-Juventus 1-1 1-0 Artjoms Rudnevs (12.), 1-1 Vincenzo Iaquinta (84.)I-riðillMetalist Kharkiv-Debreceni 2-1 0-1 Péter Czvitkovics (48.), 1-1 Sjálfsmark (52.), 2-1 Denis Oleynik (88.).Sampdoria-PSv Eindhoven 1-2 1-0 Giampaolo Pazzini (45.), 1-1 Ola Toivonen (51.), 1-2 Ola Toivonen (90.).C-riðillSporting Lisbon-Lille 1-0 1-0 Anderson Polga (28.)Gent-Levski Sofia 1-0 1-0 Wallace (77.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira