Þingmaður misskildi úrslit kosninganna Erla Hlynsdóttir skrifar 1. desember 2010 10:01 Vigdís Hauksdóttir sagðist hafa efasemdir um að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu eigi góða möguleika í persónukjöri „Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
„Frambjóðendurnir raðast nánast eftir stafrófsröð sem segir það kannski að þeir sem eru aftarlega í stafrófinu hafa lítinn sjens í persónukjöri," sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, skömmu eftir að frumúrslit kosninga til stjórnlagaþings voru kynnt í gær. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason ræddu við Vigdísi í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem þeir leituðu viðbragða ýmissa aðila við úrslitum kosninganna. „Þeir sem fá flestu atkvæðin eru fremstir í stafrófinu og svo niður úr. Það er svolítið merkilegt út af því að listinn raðaðist þannig að hann byrjaði á A og fór svo niðureftir þannig að hefði kannski listinn byrjað á L þá hefðu kannski úrslitin líka orðið öðruvísi. Hugsið ykkur það," sagði Vigdís. Þorgeir sagði þetta athyglisverðan punkt hjá þingmanninum og hafði samband við næsta viðmælanda, stjórnmálafræðinginn Einar Mar Þórðarson. Einar Mar tók af allan vafa um að Vigdís hafði þarna misskilið úrslitin en þegar niðurstöður voru kynntar var tekið sérstaklega fram að nöfn nýkjörinna þingmanna á stjórnlagaþing yrðu lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir atkvæðamagni. Upplýst yrði um það síðar hver fékk flest atkvæði. Eins og kom þá í ljós fékk Þorvaldur Gylfason hagfræðingur flest atkvæði, en hann er einn þeirra frambjóðenda sem er hvað aftast í stafrófsröðinni. Um það var tilkynnt eftir viðtalið við Vigdísi. Ekki náðist í Vigdísi við vinnslu fréttarinnar. Hlusta má á upptöku af Reykjavík síðdegis í gær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.Uppfært klukkan 10.26: Vigdís segir í samtali við Vísi að henni finnist afar undarlegt að úrslitin hafi upphaflega verið kynnt þannig að nöfn kjörinna fulltrúa voru lesin upp í stafrófsröð en ekki eftir því hversu mörg atkvæði voru á bak við kjör hvers þeirra. Hún bendir á að Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, hafi sagt, áður en hann hóf að lesa upp nöfnin, að þau yrðu lesin upp í samræmi við tiltekna lagagrein. Taldi Vigdís að Ástráður væri þar að vísa til þess að nöfnin yrðu lesin upp eftir atkvæðamagni. Henni finnst upphafleg framsetning á úrslitinum afar villandi.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira