Umfjöllun: Blikar aftur á toppinn Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. júlí 2010 15:52 Blikar eru komnir á toppinn. Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 ) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sér toppsætið þegar liðið lagði Keflvavík, 0-2, í sól og blíðu á Sparisjóðsvellinum í kvöld. Kristinn Steindórsson og Alfreð Finnbogason skoruðu mörk gestanna. Blikar byrjuðu leikinn fjörlega og strax í upphafi leiks var Guðmundur Pétursson við það að sleppa í gegn en var dæmdur brotlegur og mátti heyra vel í stuðningsmönnum Breiðabliks sem voru allt annað en sáttir við Þórodd Hjaltalín Jr, dómara leiksins. Hörður Sveinsson fékk tvö góð tækifæri til að koma heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en í fyrra skiptið slapp hann í gegnum vörn Blika en átti lélegt skot sem rann framhjá markinu. Í seinni skiptið fékk hann sendingu inn fyrir en skaut boltanum hátt yfir markið þar sem hann stóð einn og óvaldaður. Liðin nýttu ekki færin sín fyrir hlé og staðan því markalaus í hálfleik. Gestinir úr Kópavogi voru nálægt því að skora fyrsta markið í upphafi síðari hálfleiks en þá slapp Guðmundur Pétursson í gegn eftir flott spil Blika en skaut boltanum langt framhjá á óskiljanlegan hátt. Fyrsta markið kom loks á 72. mínútu leiksins en þá skoraði Kristinn Steindórsson úr stuttu færi eftir sendingu frá varamanninum Andra Rafni Yeoman og fjörugur endasprettur framundan. Heimamenn gátu jafnað stuttu síðar en þá komst Magnús Sverrir Þorsteinsson einn inn fyrir á móti Ingvari Kale í marki Blika en Ingvar sá við honum og varði meistaralega. Alfreð Finnbogason kláraði dæmið fyrir Breiðablik og innsiglaði dýrmætan sigur þeirra með marki eftir að hafa sloppið einn í gegn eftir góðan undirbúning frá Finni Orra Margeirssyni. Mikilvægur sigur Blika sem færir þeim toppsætið en Keflvíkingar eru hinsvegar að dragast aftur úr lestinni og þurfa að skoða sín mál fyrir seinni hluta sumars ef þeir ætla að vera með í toppbaráttunni.Keflavík-Breiðablik 0-2 (0-0) 0-1 Kristinn Steindórsson (72.) 0-2 Alfreð Finnbogason (86.)Sparisjóðsvöllurinn. Áhorfendur: 1411Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr (6)Skot (á mark): 15-12 (8-3)Varin skot: Ómar 3 - Ingvar 8Horn: 3-8Aukaspyrnur fengnar: 11-5Rangstöður: 6-3Keflavík (4-4-2) Ómar Jóhannsson 5 Alen Sutej 6 (82. Sigurður Gunnar Sævarsson -) Haraldur Freyr Guðmundsson 6 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Brynjar Guðmundsson 5 Paul McShane 5 Hólmar Örn Rúnarsson 6 Magnús Sverrir Þorsteinsson 5 Jóhann Birnir Guðmundsson 6 (75. Ómar Karl Sigurðsson -) Guðmundur Steinarsson 6 Hörður Sveinsson 6 (75. Magnús Þórir Matthíasson -)Breiðablik (4-2-3-1) Ingvar Þór Kale 8 - Maður leiksins Árni Kristinn Gunnarsson 6 Kári Ársælsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Jökull I. Elísabetarson 5 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Jónsson 6 Haukur Baldvinsson 5 (64. Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 ) Kristinn Steindórsson 7 (84. Olgeir Sigurgeirsson -) Alfreð Finnbogason 7 Guðmundur Pétursson 6 (64. Andri Rafn Yeoman 6 )
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira