Íslenski boltinn

Willum: Þurfum að endurskoða okkar markmið

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavík.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavík.
„Mér fannst við betri aðilinn í fyrri hálfleik og fannst möguleikar okkar liggja þar og við spiluðum fínan bolta en það er að hrjá okkur að við skorum ekki og nýtum ekki færin," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavík, eftir leikinn í kvöld en liðið tapaði 0-2 fyrir Breiðablik á Sparisjóðsvellinum í kvöld. „Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur ef að við ætluðum okkur eitthvað. Ef að lið ætla sér að vera í toppbaráttu þá kemur að þessum trúnaðar stundum og við stigum ekki upp þannig að við þurfum að endurskoða okkar markmið og einbeita okkur að einhverjum öðrum hlutum en að vera í toppbaráttunni," sagði Willum sem er búinn að afskrifa lið sitt í toppbaráttunni í bili. „Ég er búinn að afskrifa toppbaráttuna í bili. Við þurfum fyrst að vinna leiki og hala inn stigum vegna þess að það þýðir ekkert að vera velta því fyrir sér hvar við töpuðum stig og slíkt. Við áttum fína möguleika á því að nýta okkur stöðuna betur og vera ofar á töflunni en gerðum það ekki." „Það eru lið í deildinni sem að eru búin að sigla fram úr okkur og við verðum að horfast í augu við það. Við erum bara þar sem við eigum skilið að vera," sagði Willum svekktur í leikslok.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×