Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG 25. október 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon. Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira