Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG 25. október 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon. Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira
Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Sjá meira