Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG 25. október 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon. Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira