Ekki gjá milli forystu og grasrótar innan VG 25. október 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon. Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Steingímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna (VG), segir ekkert athugavert við áskorun sem lögð var fram á nýliðnu málefnaþingi. Þar var flokksforystan hvött til þess að draga til baka aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu (ESB). Í samtali við Fréttablaðið hafnar Steingrímur því að þetta sé til marks um viðskilnað flokksforystunnar frá grasrót flokksins. „Þetta eru nú allt meira og minna traustir og góðir félagar. Ég tek þessu þannig að þau séu að halda okkur við efnið og skora á okkur að halda fastar á okkar stefnu og áherslum í þessu ferli.“ Hann bætir því við að á málþinginu hafi verið hreinskiptnar umræður um utanríkismál og mál manna að hreyfingin þyrfti að koma sínum málstað betur á framfæri. VG heldur flokksráðsfund í næsta mánuði þar sem málefni ESB verða væntanlega tekin upp á ný. Steingrímur kvíðir því ekki. „Við erum ekkert feimin við hreinskiptin skoðanaskipti. Það er okkar stíll og okkur hefur gengið vel að finna sameiginlegan farveg fyrir okkar áherslur.“ Í kjölfar málþingsins og áskorunarinnar lýsti Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, yfir undrun sinni á andstöðu VG við ESB-aðild, enda sé mikill samhljómur milli grundvallarstefnu VG og stefnu ESB, meðal annars í umhverfismálum. „Evrópusambandið hefur á alþjóðavettvangi sennilega verið með framsæknustu tillögurnar varðandi loftslagsmál og að móta atvinnustefnu sem byggir á grænum gildum og hafa einnig sett umhverfismál að kjarna í sinni stefnumótun,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið. „Þessi umræða hefur mótast af einhverri heift í garð aðila sem ég myndi halda að væru að mestu leyti sammála þeim.“ Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að andstaða innan VG hafi ekki valdið vandræðum í aðildarviðræðunum við ESB. „Þetta hefur vakið undrun sums staðar, en að engu leyti truflað viðræðurnar til þessa.“ Össur bætti því við að Steingrímur hafi tekið skýrt fram að forysta flokksins hefði fullt umboð til að halda málinu áfram og það verður svo að koma í ljós hvort einhver sérstök vandræði verði tengd því að VG eða hluti flokksins séu andsnúin ESB. Ég á ekki von á því. Menn eru lýðræðissinnar.“ thorgils@frettabladid.is Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira