Segir samfélagið ætlast til þess að ungar mæður fari í fóstureyðingar Karen Kjartansdóttir skrifar 3. maí 2010 18:57 Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Eva Rún Sigurðardóttir er í níunda bekk í grunnskóla. Í lok febrúar eignaðist hún lítinn dreng sem ber nafnið Róbert Leó. Fæðingin var ekki hluti af framtíðaráætlunum hennar enda var hún búin að fá getnaðarvarnarpillu hjá lækni til að koma í veg fyrir slíkt. Þegar hún komst að því að hún ætti von á barni þrátt fyrir varúðarráðstafanir vildi hún þó ekki fara í fóstureyðingu. Eva segir fæðinguna hafa gengið vel og hún hafi ekki látið illt umtal hafa áhrif á sig. Hins vegar óttast hún um framtíð sína sonar síns vegna fjárhagsvandræða. Í sex mánuði fær hún fæðingarstyrk námsmanna sem nemur 106 þúsund krónum á mánuði. Styrkgreiðslunum lýkur í ágúst en þá er Eva að fara byrja í 10. bekk og ætlaði hún sér að hafa Róbert Leó son sinn á leikskóla á meðan. Hún sér þó fram á talsverða erfiðleika þar sem henni hafi verið tilkynnt að þar sem hún hafi ekki náð átján ára aldri og á því ekki rétt á framfærslustyrk. Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Evu þar sem hún gagnrýnir þetta fyrirkomulag í sama blaði svara hins vegar forstöðumaður félagsþjónustunnar og segir starfsmanninn hafa misskilið fyrirkomulagið eða haft rangar upplýsingar. Eva eigi því rétt á aðstoð til að framfleyta barni sínu. Því fagnar Eva en segist þó ekki viss um að hún fái aðstoð, miðað við reynslu margra annarra ungra mæðra. Hún segir að með slælegri aðstoð sé fátækragildra engd fyrir unga foreldra. Hún furðar sig á því að svo virðist sem stærstur hluti samfélagsins ætlist til þess að ungar konur fari í fóstureyðingu fremur en að reyna ala önn fyrir barni sínu. Fyrir það eitt að vilja sjá barni sínu farborða og fæða það í þennan heim hafi hún þurft að sætta sig við illmælgi á netinu og annað slúður. Eva segist þó ekki láta fordóma á sig fá heldur ætli hún að gera sitt besta fyrir sig og son sinn.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira