Brasilíumaðurinn Kaka var hetja Real Madrid í gærkvöldi er hann tryggði sínum mönnum í Real Madrid 2-1 sigur á Real Zaragoza á útivelli.
Kaka hefur verið mikið gagnrýndur í spænskum fjölmiðlum í vetur fyrir frammistöðu sína með Real Madrid.
Hann svaraði því í kvöld með því að skora sigurmark Real Madrid á 82. mínútu, sjö mínútum eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Fernando Gago.
Raul skoraði fyrra mark Real á 50. mínútu en Adrian Colunga jafnaði metin fyrir heimamenn ellefu mínútum síðar.
Real er því enn einu stigi á eftir Barcelona á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni.
Valencia styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með 1-0 sigri á Deportivo í kvöld. David Villa skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Kaka tryggði Real sigur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn

Markalaust á Villa Park
Enski boltinn


Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn

