Bandarísk útgáfa af Næturvaktinni í undirbúningi Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2010 18:07 Alþjóðlega kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Reveille hefur fengið til liðs við sig Sony Pictures um að fjármagna og dreifa bandarískri útgáfu af Næturvaktinni þar sem allar helstu sögupersónur þáttanna og söguþráður yrðu staðfærð inn í bandarískt samfélag. Búið er að skrifa handrit að fyrsta þættinum og sjónvarpsstöðin FOX hefur tryggt sér sýningarréttinn á þáttaröðinni, verði ákveðið að framleiða hana. Í fréttatilkynningu frá Sagafilm kemur fram að á næstu dögum vikum muni það skýrast hvort og hvenær svokallaður PILOT þáttur verður framleiddur. PILOT þáttur er fyrsti þáttur þáttaraðar, framleiddur á hefðbundinn hátt, með þeim leikurum sem þykja réttir í hlutverkin. Þessi þáttur er svo notaður til prufusýninga fyrir almenning en viðbrögð þeirra ákveða svo hvort þátturinn fer í almenna framleiðslu. „Viðbrögð Reveille, Sony Pictures og FOX hafa farið framúr björtustu vonum okkar og eru í raun alveg ótrúleg," segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm. „Þetta hefur gengið hratt og vel fyrir sig og geinilegt að áhugi manna er mikill fyrir þessu verkefni," bætir hann við. Reveille kvikmyndaframleiðandinn er sama fyrirtæki og stendur að baki vinsælum þáttum á borð við The Office, Biggest Loser, Tudors og Ljótu Betty. Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndaframleiðslufyrirtækið Reveille hefur fengið til liðs við sig Sony Pictures um að fjármagna og dreifa bandarískri útgáfu af Næturvaktinni þar sem allar helstu sögupersónur þáttanna og söguþráður yrðu staðfærð inn í bandarískt samfélag. Búið er að skrifa handrit að fyrsta þættinum og sjónvarpsstöðin FOX hefur tryggt sér sýningarréttinn á þáttaröðinni, verði ákveðið að framleiða hana. Í fréttatilkynningu frá Sagafilm kemur fram að á næstu dögum vikum muni það skýrast hvort og hvenær svokallaður PILOT þáttur verður framleiddur. PILOT þáttur er fyrsti þáttur þáttaraðar, framleiddur á hefðbundinn hátt, með þeim leikurum sem þykja réttir í hlutverkin. Þessi þáttur er svo notaður til prufusýninga fyrir almenning en viðbrögð þeirra ákveða svo hvort þátturinn fer í almenna framleiðslu. „Viðbrögð Reveille, Sony Pictures og FOX hafa farið framúr björtustu vonum okkar og eru í raun alveg ótrúleg," segir Kjartan Þór Þórðarson, framkvæmdastjóri Sagafilm. „Þetta hefur gengið hratt og vel fyrir sig og geinilegt að áhugi manna er mikill fyrir þessu verkefni," bætir hann við. Reveille kvikmyndaframleiðandinn er sama fyrirtæki og stendur að baki vinsælum þáttum á borð við The Office, Biggest Loser, Tudors og Ljótu Betty.
Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Enn að verja son sinn fyrir kynþáttafordómum eftir andlátið Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Sjá meira