Rannsóknaskýrsla Alþingis er mest selda bókin frá áramótum, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Skýrslan er þó ekki vinsælasta lesefnið í sumarfríinu, því Vegahandbókin var mest selda bókin hér á landi fyrri hluta júlímánaðar.
Næstar koma skáldsögurnar Það sem mér ber og Makalaus.
Aðeins þrjár af tíu mest seldu bókunum á tímabilinu 5. – 18. júlí eru skáldsögur, hinar eru fræðilegs eðlis og tengjast allar náttúru Íslands.
Þetta má sjá á Metsölulista bókaverslana sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman á tveggja vikna fresti fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.
Listinn byggir á upplýsingum frá öllum helstu bóksölum og öðrum verslunum sem selja bækur hér á landi.

