Enski boltinn

Hodgson: Gerrard er ekki meiddur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.

Tímabilið hefur ekki verið skemmtilegt fyrir Steven Gerrard, fyrirliða Liverpool. Hann hefur verið mikið meiddur og virtist hafa meiðst á ný í leiknum gegn Wolves í gær.

Gerrard sást þá halda utan um kálfann á sér en þrátt fyrir að vera ekki alveg heill var honum ekki skipt af velli.

"Sem betur fer var þetta bara krampi. Það er óþægilegt að fá krampa en þar sem við vorum í erfiðri stöðu og ég búinn með skiptingarnar lét ég hann klára leikinn," sagði Roy Hodgson, stjóri Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×