Enski boltinn

Hodgson: Nýt enn stuðnings leikmanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, segist enn njóta stuðnings leikmanna sinna hjá félaginu. Liverpool tapaði í gær fyrir Wolves á heimavelli, 1-0, og er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Sá stuðningur sem ég hef fengið hefur komið frá leikmönnum og öðrum innan félagsins," sagði Hodgson við enska fjölmiðla.

„Ég hef ekki fengið mikinn stuðning frá stuðningsmönnum félagsins síðan ég kom hingað í sumar."

„Stuðningsmennirnir hafa ekki verið ánægðir með það sem þeir hafa séð frá liðinu allt árið. Síðan ég kom höfum við ekki unnið nógu marga leiki til að halda þeim ánægðum."

Svo virðist sem að eigendur Liverpool ætli að gefa Hodgson einhvern tíma enn til að sanna sig í starfi en Liverpool mætir næst Bolton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×