Enski boltinn

Rooney-vændiskonan skellti sér í lýtaaðgerð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jenny í góðu stuði.
Jenny í góðu stuði.

Vændiskonan Jenny Thompson fékk sínar 15 mínútur af frægð fyrr af árinu er hún greindi frá því að Wayne Rooney hefði verið meðal kúnnanna hennar.

Hún seldi sögu sína til blaðanna og hafði 75 þúsund pund upp úr krafsinu.

Ungfrú Thompson kann greinilega ekki að fara vel með peninga því hún er þegar búin að eyða helmingnum af peningnum í lýtaaðgerðir, lúxusúr, fín föt og kampavínsfyllerí.

"Hún eyðir peningum eins og hún fái borgað fyrir það," sagði vinkona hennar hneyksluð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×