Enski boltinn

Mancini telur að Dzeko gæti tryggt Manchester City titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edin Dzeko.
Edin Dzeko. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, leggur mikla áherslu á það að félagið nái að kaupa Bosníumanninn Edin Dzeko frá þýska liðinu Wolfsburg en samninaviðræður eru hafnar á milli félaganna.

„Við eigum möguleika á að vinna ensku úrvalsdeildina í ár og maður eins og Edin Dzeko gæti gert þar gæfumuninn og tryggt okkur titilinn," sagði Roberto Mancini í viðtali við Daily Mail.

Dzeko hefur verið fyrsta og öðru sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar undanfarin tvö tímabil og hjálpaði Wolfsburg að verða þýskur meistari árið 2009.

„Þetta er leikmaður sem gerir lið að meisturum og við viljum fá hann til okkar," sagði Ítalinn en Dzeko myndi þá bætast í framherjahópinn þar sem fyrir eru Carlos Tevez, Mario Balotelli, Emmanuel Adebayor og Roque Santa Cruz en þeir tveir síðastnefndu eru þó væntanlega á útleið.

Edin Dzeko hefur náð að skora tíu mörk fyrir Wolfsburg á þessu tímabili þrátt fyrir að liðið sé í basil og aðeins í 13. sæti þýsku deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×