Fótbolti

Rooney gæti leikið með Beckham í Bandaríkjunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
John Rooney.
John Rooney.

Svo gæti farið að David Beckham og Rooney leiki saman í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en Rooney hyggst reyna fyrir sér í Bandaríkjunum á nýja árinu.

Reyndar er það ekki Wayne Rooney sem er á leiðinni til Bandaríkjanna heldur er það hinn tvítugi bróðir hans, John, sem ætlar að freista gæfunnar í Bandaríkjunum.

John Rooney mun fljúga til Bandaríkjanna á sunnudag og mun taka þátt í leikmannavali MLS-deildarinnar sem fer fram þann 13. janúar.

Strákurinn er mjög spenntur fyrir því að spila í Bandaríkjunum og hefur þegar farið til reynslu hjá Seattle og Portland.

John er fyrrum leikmaður Macclesfield og hefur æft með Tranmere síðustu vikur til þess að vera klár í slaginn fyrir Bandaríkin.

"Ég fékk nýtt samningstilboð frá Macclesfield en hafnaði því þar sem ég er spenntur fyrir því að prófa Bandaríkin. Það hefur verið erfitt að bíða í fjóra mánuði en ég tel mig vera klár í slaginn," sagði Rooney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×