Enski boltinn

Ljungberg samdi við Celtic

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Svíinn Freddie Ljungberg hefur gengið í raðir skoska úrvalsdeildarfélagsins Celtic en hann lék síðast með Chicago Fire í Bandaríkjunum.

Ljungberg var samningslaus og hefur æft með Celtic undanfarna viku. Hann fór í læknisskoðun í dag og skrifað undir samninginn að henni lokinni.

Celtic mætir Rangers á sunnudaginn og ekki ólíklegt að Ljungberg muni koma við sögu í leiknum.

Ljungberg er 33 ára gamall og lék í áratug í Englandi, lengst af með Arsenal en einnig með West Ham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×