Íslenska 21 árs landsliðið tapaði í Tékklandi en komst í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2010 16:54 Úr leik íslenska 21 árs liðsins á móti Þýskalandi á dögunum. Mynd/Anton Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið komst inn í umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópukepppninnar þrátt fyrir 3-1 tap í Tékklandi í dag. Ísland var síðasta liðið sem komst inn af þeim sem enduðu í 2. sæti sinna riðla. Fjórtán lið, tíu sigurvegarar riðlanna og fjögur lið sem enduðu með bestan árangur í 2. sæti komust í umspilið en síðasta umferð riðlakeppninnar fór fram á sama tíma í dag. Samkvæmt útreikingum Vísis þá er íslenska liðið inni þar sem aðeins Spánn, England og Hvíta-Rússland voru með betri árangur af þeim liðum sem enduðu í 2. sæti. Þetta er samt birt með fyrirvara um að hér sé um réttan útreikning að ræða. Tékkar voru sterkari frá byrjun í leiknum í dag og íslenka liðið var í vandræðum stóran hluta leiksins. Tékkar sýndu og sönnuðu að þeir eru með besta liðið í riðlinum. Lukas Vacha kom Tékkum í 1-0 á 20. mínútu eftir að fengið nægan tíma til að athafna sig í teignum eftir fyrirgjöf Jan Kovaaik frá vinstri. Tomas Pekhart kom Tékkum í 2-0 á 65. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi en hann var þó augljóslega rangstæður þegar hann fékk boltann frá félaga sínum Jan Vosahlik. Aðeins þremur mínútum síðar kom Jan Kovaaik Tékkum í 3-0 með stórglæsilegu skoti fyrir utan teig sem fór í slánna og inn. Íslenska liðið fór í gang eftir að það lenti 3-0 undir og Alfreð Finnbogason náði að minnka muninn með laglegu marki á 80. mínútu. Almarr Ormarsson átti flottan innkomu í íslenska liðið en liðið náði ekki að skora fleiri mörk þrátt fyrir nokkrar góðar sóknir. Það verður dregið í umspilið á föstudaginn kemur en átta þjóðir taka þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Sjá meira