Innlent

Nánast allsstaðar vantar leikskólakennara til starfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri segir að skortur sé á fagmenntuðum leikskólakennurum.
Ingunn Gísladóttir starfsmannastjóri segir að skortur sé á fagmenntuðum leikskólakennurum.
Erfiðlega gengur að ráða fagmenntaða leikskólakennara til starfa. Nánast ekkert sveitarfélag á Íslandi getur uppfyllt lágmarksfjölda menntaðra leikskólakennara sem kveðið er á um í lögum frá árinu 2008. Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri Leikskólasviðs Reykjavíkurborgar, segir að ástæðan sé fyrst og fremst sú að allt of fáir hafi farið í leikskólakennaranám undanfarin ár.

„Ég held reyndar að við séum heppin með það að þeir sem ljúka námi skila sér í störfin. Ég held að það séu fáir leikskólakennarar sem eru að vinna önnur störf," segir Ingunn. Fyrir tveimur árum var lögum um kennaramenntun breytt þannig að kennaramenntun er nú fimm ár að lengd og því þarf að ljúka bæði grunnprófi og meistaraprófi til að fá kennararéttindi. Aðspurð hvort þessi breyting á lögum hafi verið ótímabær miðað við hvernig gengið hefur að ráða leikskólakennara segist Ingunn telja að margir séu þeirrar skoðunar að svo sé.

Ingunn segir að það hafi jafnframt gengið erfiðlega að ráða fólk til starfa á leikskólum jafnframt þó það hafi ekki fagmenntun. Ætla mætti miðað við stöðu á atvinnumarkaði að það ætti að vera kostur á fleira starfsfólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×