Erlent

Öryggisverðir björguðu ekki 15 ára stúlku

Lögreglan í Seattle í Bandaríkjunum hefur nú til skoðunar mál þriggja öryggisvarða sem hjálpuðu ekki 15 ára gamalli stúlku þegar hópur ungmenna réðist á hana inni í strætóstöð fyrir skömmu.

Á upptökum úr öryggismyndavélum sést árásin vel en meðal annars var sparkað nokkrum sinnum í höfuð stúlkunnar þar sem hún lá hjálparvana á gólfinu. Á meðan stóðu öryggisverðir og aðhöfðust ekkert fyrir utan að óska eftir hjálp í gegnum talstöðvar.

Fjögur ungmenni hafa játað aðild sína að málinu og rannsakar lögreglan nú hlut öryggisvarðanna. Stúlkan hefur verið útskrifuð af spítala.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×