Innlent

Hirða brauð andanna á Tjörninni

Þessi maður gerði heiðarlega tilraun til að gefa öndunum á Tjörninni brauð en mávarnir gáfu þeim engin grið og stálu flestu því sem hann hafði að bjóða.fréttablaðið/anton
Þessi maður gerði heiðarlega tilraun til að gefa öndunum á Tjörninni brauð en mávarnir gáfu þeim engin grið og stálu flestu því sem hann hafði að bjóða.fréttablaðið/anton
Mávi hefur fjölgað töluvert aftur í Reykjavík á síðustu misserum. Þrjú til fimm þúsund pör af sílamávi eru nú talin verpa á höfuðborgarsvæðinu en mávar leita fæðu í þéttbýli þegar fæða hans í sjó bregst.

„Við erum nú nýtekin til starfa og höfum verið að fást við alls konar önnur mál, eins og varðandi endurvinnslu og vistvæna orkugjafa, þannig að við höfum ekki ennþá komist í þetta,“ sagði Karl Sigurðsson, nýr formaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, spurður um mikla fjölgun máva.

Reykjavíkurborg stóð fyrir átaki um fækkun máva við Tjörnina á árunum 2006 til 2007. Karl sagðist eiga von á að mávamál yrðu skoðuð við tækifæri. - mþl



Fleiri fréttir

Sjá meira


×