Íslenski boltinn

Andri segir ekkert til um hvort Skotinn hafi samið

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson. Fréttablaðið/Valli
"Fæst orð bera minnsta ábyrgð," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, sposkur aðspurður hvort Haukar væru búnir að semja viðskoska leikmanninn Jamie Mcunnie. Andri gat ekki sagt hvort búið væri að bjóða honum samning eða ekki.

"Það er ekkert í hendi með að fleiri séu á leiðinni til okkar á reynslu," sagði Andri jafnframt.

Magnús Björgvinsson er orðinn löglegur í dag með Haukum en hann kom til liðsins fyrir mótið frá Stjörnunni. Hann spilaði þó síðast í Þýskalandið en þýska knattspyrnusambandið náði ekki að ganga frá félagaskiptum hans fyrir mótið. Því var hann ekki löglegur fyrr en í dag.

"Þýska sambandið klúðraði því að hann yrði löglegur. Þetta er flókinn ferill úti auk þess sem frídagar og fleira komu inn í. Það var ekki rétta fólkið til vinnu að afgreiða þetta og þetta er eitthvað sem Íslendingar þekkja ekki. Strákuruinn átti kannski að vera búinn að ganga betur frá þessu áður en hann kom en svona er þetta," sagði Andri.

Næsti leikur Hauka er gegn KR á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×