Ólafur Arnalds: kemur fram í Bridgewater Hall með sinfóníu alfrun@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 16:00 Ólafur Arnalds mun frumflytja nýju plötuna sína fyrir fullum sal í einum af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi. „Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir." Innlent Menning Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
„Ég er búinn að vera hér síðan á sunnudaginn til að æfa og þetta er mjög flott. Gaman að spila í svona stórum sal," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Ólafur frumflytur plötu sína ... and they have escaped the weight of darkness fyrir fullum sal í The Bridgewater Hall tónleikahöllinni í Manchester í kvöld. Höllin er talin vera ein af þremur bestu tónleikahöllum í Bretlandi og tekur 2.400 manns í sæti. Gítarleikari hljómsveitarinnar Radiohead, Johnny Greenwood, flytur einnig eigið verk sig sama kvöld en hann er aðaltónskáld sveitar breska ríkisjónvarpsins BBC. Ólafur er að fylgja eftir útgáfu plötunnar sem kom út í Bretlandi í maí. Ólafur er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar Radiohead og telur hana vera eina af hans áhrifavöldum í raftónlist. „Ég var að heyra verkið hans Johnny Greenwood í dag og það er flott en pínu skrýtið verk fyrir strengjasveit. Er eiginlega ekki búin að ákveða hvað mér finnst um það," segir Ólafur, en Fréttablaðið náði tali af honum í pásu á milli æfinga daginn fyrir tónleikana. Hann var nokkuð rólegur yfir tónleikunum enda vanur að koma fram fyrir fullu húsi. Ólafur verður með fullskipaða sinfóníuhljómsveit á bak við sig í kvöld í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta verður alveg magnað og það er eiginlega búið að vera hálf óraunverulegt að heyra þetta færa tónlistafólk flytja tónlistina mína. Það er alveg svakalega flott, eiginlega bara geðveikt," segir Ólafur en hann endurútsetti plötuna fyrir heila sinfóníuhljómsveit og mun sjálfur spila á píanó í lögunum ásamt því að vera með tæki og tól á sviðinu til að setja „rafelementin" í tónlistina. „Það er líka mjög spennandi að sjá sinfóníuhljómsveit spila með elektrónískum trommutöktum undir."
Innlent Menning Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira