Ríkissaksóknari hefur ekki ákæruvald í efnahagsbrotamálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2010 12:54 Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Pjetur. Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr. Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr.
Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09
Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46
Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13