Innlent

Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld

Mynd/Daníel Rúnarsson
Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga.

Mál níu manna sem ákærðir hafa verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu í desember 2008 var þingfest í morgun. Hópur fólks réðst þá inn í húsið og upp á áhorfendapalla. Átök brutust út á milli einstaklinga úr þeim hópi annars vegar og þingvarða og lögreglumanna hins vegar. Fimm þingverðir slösuðust í þessum átökum. Einn þeirra hlaut áverka sem leiddu til örorku. Níumenningarnir hafa verið ákærðir fyrir brot á grundvelli 100. grein hegningarlaganna eða fyrir árás gegn Alþingi.

„Það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi því ríkissaksóknari er fljótur að bregðast við því að einhverjir unglingar og eitthvað fólk sýni mótmæli gegn þessu ástandi sem þjóðin er í en það er ekkert gert við þá sem ollu því," segir Hörður. Forgangsröðun Ríkissaksóknara sé kolröng. „Þetta er eins og olía á eld," segir Hörður.


Tengdar fréttir

Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni

Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu.

Íhugar að játa til að spara skattfé

Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld.

Eiginmaður ráðherra ekki verjandi í málinu

Sigurmar Kristján Albertsson, hæstaréttarlögmaður og eiginmaður Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra, er ekki verjandi í máli gegn níu mönnum sem ákærðir eru vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×