Innlent

Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni

Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu.

Níumenningarnir hafa verið ákærðir fyrir brot á grundvelli 100. grein hegningarlaganna eða fyrir árás gegn Alþingi. Síðast var ákært á grundvelli þeirrar lagagreinar árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Atlantshafsbandalagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×