Ríkissaksóknari hefur ekki ákæruvald í efnahagsbrotamálum Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2010 12:54 Valtýr Sigurðsson er ríkissaksóknari. Mynd/ Pjetur. Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr. Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Ríkissaksóknari segist ekki hafa ákæruvald í efnahagsbrotamálum og furðar sig á öllu tali um ranga forgangsröðun í tengslum við ákæruna gegn fólki sem mótmælti við Alþingishúsið í desember 2008. Hörður Torfason, tónlistarmaður og mótmælandi, er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Ríkissaksóknara. „Skrifstofustjóri kærir fyrir árás á Alþingi og kærir til lögreglu eins og lög gera ráð fyrir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar þetta mál enda slösuðust þarna sjö manns," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Þegar rannsókn lögreglunnar ljúki þurfi hún annað hvort að ákæra sjálf eða senda ríkissaksóknara málið ríkissaksóknara, sem hafi verið gert í þessu tilviki. Ríkissaksóknari hafi fengið málið í október síðastliðnum. „Samkvæmt vinnureglum okkar á að ljúka öllum málum sem koma hingað inn innan mánaðar. Það náðist ekki og því var verið að ákæra í málinu núna," segir Valtýr. Hann bendir á að Ríkissaksóknari fari hins vegar ekki með ákæruvaldið í efnahagsbrotamálum. „Því síður rannsökum við efnahagsbrot. Það gerir Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra, segir Valtýr. En auk Ríkislögreglustjórans, sér sérstakur saksóknari um að rannsaka og ákæra í efnahagsbrotamálum. Valtýr bætir því við að Ríkissaksóknari hafi ekki lögreglumenn á sínum snærum og rannsaki því ekki mál sjálfur. Þá segist Valtýr hafa orðið var við umræðu um að að Ríkissaksóknari ætti að veita sakaruppgjöf í málinu. Ríkissaksóknari hafi hins vegar ekki neina heimild til þess. „Hins vegar er eina krafan sem hægt er að gera til Ríkissaksóknara sú að hann gæti jafnræðis og ákæri þegar að um refsiverða háttsemi er að ræða að hans mati. Síðan er það mál dómstólanna að skera úr því," segir Valtýr.
Tengdar fréttir Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09 Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46 Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Mótmælendur tóku sér frest til að lýsa afstöðu sinni Fólkið sem ákært hefur verið vegna mótmæla í Alþingishúsinu fyrir ári síðan og mætti fyrir rétt í dag tók sér allt frest til þess að lýsa afstöðu sinni til ákærunnar þegar þingfesting fór fram í málinu. Tveir hinna ákærðu mættu hinsvegar ekki fyrir dóminn. Næst verður þingað í málinu þann 9. febrúar næstkomandi og þá þurfa sakborningar að lýsa yfir sekt eða sakleysi sínu. 21. janúar 2010 10:09
Íhugar að játa til að spara skattfé Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. 20. janúar 2010 21:46
Hörður Torfa: Ákærurnar eins og olía á eld Hörður Torfason einn af upphafsmönnum Búsáhaldabyltingarinnar segir símann hafa verið rauðglóandi í morgun eftir að fréttir bárust af því að mótmælendurnir níu yrðu ákærðir. Hann segir forgangsröðun Ríkissaksóknara kolranga. 21. janúar 2010 12:13