Íhugar að játa til að spara skattfé 20. janúar 2010 21:46 Frá handtökunum á Alþingi. Athugið að Kolbeinn er ekki á myndinni. Mynd/ Arnþór Birkisson Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það." Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Líftæknifræðingurinn Kolbeinn Aðalsteinsson er einn af níu sem hafa verið ákærðir fyrir árás á Alþingi en málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Sjálfur er Kolbeinn búsettur á Siglufirði og frétti fyrst af því að hann væri ákærður þegar hann las fréttirnar á vefnum eftir vinnu í kvöld. „Ég var upptekinn í vinnunni þegar ég var truflaður af símtölum. Þá var mér sagt frá þessu. Svo fór ég á netið og sá þetta fyrst," segir Kolbeinn sem hefur ekki séð þau ákæruatriði sem lúta að honum. Kolbeinn var í mastersnámi í líftækni í Háskóla Íslands þegar hann ákvað í desember 2008 að fara niður á Alþingi að mótmæla. Hann var síðan handtekinn fyrir að óhlýðnast lögreglunni. Nú hefur hann verið ákærður fyrir að ráðast á Alþingi. „Þetta er bara spennandi," svaraði Kolbeinn spurður hvað honum fyndist um það að vera ákærður vegna mótmæla sinna. Spurður hvort hann muni lýsa sig sekan í málinu svarar hann: „Það kemur vel til greina. Það er skárra en að eyða tíma dómstólanna og skattfé í þessa vitleysu." Kolbeini þykir tíma dómstólanna betur varið í að sækja þá til saka sem komu að hruninu með beinum hætti. Kolbeinn og félagar hafa verið ákærðir fyrir 100 grein hegningarlaganna. Þeir eru semsagt ákærðir fyrir árás gegn Alþingi. Sú lagagrein hefur ekki verið notuð síðan árið 1949, þegar óeirðirnar brutust út á Austurvelli eftir að Ísland gekk í Nató. Kolbeinn mótmælir því að um árás á Alþingi hafi verið að ræða, hvað þá að öryggi þingsins hafi verið ógnað. Hann segir að mótmælendur séu í mesta lagi sekir um að trufla störf Alþingis frá áheyrandapöllunum. Kolbeinn segir að lokum að ákæran hafi komið honum verulega á óvart: „Við mótmæltum til þess að knýja fram breytingar. Þegar ætlunarverkið tókst, þá er maður ákærður fyrir það."
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira