Kattafárið komið til Hafnarfjarðar: Villiköttur meig í stigagangi SB skrifar 16. júlí 2010 16:51 Þennan villikött handsamaði arkítektinn Jakob Líndal í Hafnarfirði. Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði. Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Íbúar í blokk í Hafnarfirði fengu óvænta heimsókn í gær þegar villiköttur hreiðraði um sig á efsta stigagangi blokkarinnar. Kötturinn vældi og hvæsti á íbúana sem lentu á vegg þegar þeir hringdu eftir hjálp. „Við byrjuðum á að hringja í Kattholt, þeir vísuðu okkur til heilbrigðisnefndar Kópavogs og Garðabæjar sem þeir sögðu með umdæmi hér í Hafnarfirði, þar var okkur vísað á áhaldahúsið í Hafnarfirði, og í áhaldahúsinu sögðu þeir venjuna að fólk hringdi bara í meindýraeyði," segir Birgir Svan Símonarson sem býr í blokkinni á Arnarhrauni. Birgir segist hafa séð villikött ráðast á mann þegar hann var barn að aldri. „Þegar ég var strákur vestur í bæ sá ég villikött ráðast á mann, hann beit í hönd hans og hékk á tönnunum og vildi ekki losna. Þessi dýr geta verið stórhættuleg og það er ágætt að vara fólk við því að reyna að tækla þetta sjálft." Vísir hefur fjallað um villikattavandamálið sem hingað til hefur einskorðast við Kópavoginn. Í fréttinni Kattafár á Kársnesinu sögðum við frá villiketti sem réðst á ófríska konu sem þurfti í kjölfarið að fá stífkrampasprautu. Í framhaldinu steig Jakob Líndal, arkitekt í Kópavogi, fram og sagði frá baráttu sinni við villikött sem hafði brotist inn á heimili hans meðan fjölskyldan var í sumarbústað. Jakob gagnrýndi kerfið og sagðist hafa lent í hringekju þegar hann hringdi eftir hjálp og var vísað á milli heilbrigðisfulltrúa, áhaldahúss og meindýraeyða. „Þetta er nú dálítið fyndið," segir Birgir. „Þarna er fólk sem situr á skrifstofum og bendir á hvort annað. Við þurftum náttúrlega að bera kostnað af þessu í blokkinni, kötturinn pissaði líka í stiganganginum, svo þetta er talsvert vesen að lenda í þessu." Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, sagði í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum að hún myndi berjast fyrir samræmdum reglum um kattahald. „Ég vona að það verði pólitísk samstaða um þetta mál. Nú er bara að bretta upp ermar og keyra þetta mál í gegn. Ég mun hefja vinnu við það strax eftir helgi," sagði hún. Enn hefur ekkert bólað á þem reglum sem Guðríður lofaði.
Tengdar fréttir Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27 Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04 Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Erlent Fleiri fréttir Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Sjá meira
Ætlar að berjast fyrir reglum um kattahald „Nú er bara að bretta upp ermarnar og keyra þetta mál í gegn," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Guðríður hefur í mörg ár barist fyrir reglum um kattahald í bænum og segir nú vera tíma til aðgerða. 2. júlí 2010 21:27
Kattafár á Kársnesi: Heimilisfaðir handsamar villikött Villiköttur braust inn á heimili fjölskyldu í Kópavoginum, áreytti heimilisköttinn og skemmdi innanstokksmuni. Engar reglur eru um kattahald í Kópavoginum og þurfti fjölskyldan sjálf að handsama köttinn og koma á dýraspítala. 2. júlí 2010 21:04
Kattafár á Kársnesi: Ófrísk kona bitin og klóruð „Ég er orðinn frekar ráðalaus, ég er búinn að prófa allt,“ segir Ari Steinarsson íbúi á Kársnesi í Kópavogi. Hann segir farir sínar ekki sléttar af kattaumgangi í íbúð sinni en hann býr á jarðhæð. Undanfarnar þrjár vikur hefur Ari, ásamt ófrískri konu sinni, vaknað að minnsta kosti fjórum sinnum við umgang í köttum í íbúð sinni. 1. júlí 2010 16:16