Benti á Svedda tönn 16. júlí 2010 00:01 Tveir sakborningar, sem ekki þekktust, sögðu lögreglu að Davíð Garðarsson væri viðriðinn málið. Nú hefur sá framburður snarlega breyst eftir samskipti þeirra við Davíð. Fréttablaðið/vilhelm Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm. Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sakborningur í stóru fíkniefnamáli bar fyrir dómi í gær að Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefði lagt á ráðin um innflutning efnanna, ríflega eins og hálfs kílós af kókaíni. Annar sakborningur viðurkenndi að hafa átt samskipti að undanförnu við Sverri, sem dvelur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljónir um síðustu jól. Sverrir Þór, sem á árum áður var kallaður Sveddi tönn í undirheimunum vegna tannlýtis, hlaut árið 2000 sjö og hálfs árs fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Síðan hann kom úr fangelsi hefur hann dvalið erlendis, meðal annars í Brasilíu og á Spáni. Lögregla hérlendis hefur hann grunaðan um að vera höfuðpaurinn á bak við margar smygltilraunir og innflutning á miklu magni af fíkniefnum til Íslands undanfarin ár, frá Spáni og Suður-Ameríku. Síðan kókaínmálið, sem tekið var til meðferðar í gær, kom upp hefur íslensk og spænsk lögregla leitað Sverris á Spáni án árangurs. Fyrir dómi í gær játaði burðardýr kókaínsins, Jóhannes Mýrdal, að hafa farið til Alicante og tekið við ferðatöskum sem innihéldu kókaínið. Hann sagðist hafa talið að um kannabisefni væri að ræða og að hann hafi átt að fá hálfa til eina milljón fyrir viðvikið. Orri Freyr Gíslason og Pétur Jökull Jónasson eru einnig ákærðir í málinu en vísa hvor á annan. Orri og Pétur þekktust ekki fyrir handtöku en í yfirheyrslum hjá lögreglu bendluðu þeir báðir Davíð Garðarsson við málið. Hann er einnig ákærður í málinu. Davíð er dæmdur nauðgari og var á flótta undan réttvísinni í útlöndum í hálft annað ár. Á þeim tíma dvaldi hann meðal annars hjá Sverri Þór í Brasilíu. Í réttarsalnum í gær gjörbreyttist framburður Orra og Péturs og kannaðist þá hvorugur við aðild Davíðs. Þetta þótti saksóknara grunsamlegt og spurði hvort Davíð hefði rætt við mennina tvo eftir að þeir voru handteknir. Því játti Davíð. Spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að framburðurinn hefði breyst svo mikið eftir þau samskipti svaraði Davíð engu. Orri sagði hins vegar hugmyndina að smyglinu komna frá Sverri Þór og fimmta sakborningnum, Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, sem ákærður er fyrir skipulagningu og fjármögnun smyglsins. Guðlaugur neitaði alfarið sök fyrir dómi í gær. Hann gekkst þó við því að þekkja Sverri. Þeir hefðu verið vinir í fjögur ár og um jólin hefði hann millifært til Sverris þrjár milljónir. Guðlaugur, sem hefur dvalið mikið erlendis síðustu ár, meðal annars í Brasilíu og á Spáni, sagðist hins vegar ekkert vita um tengsl Sverris við fíkniefni. Sverrir er ekki ákærður í málinu enda hefur hann ekki fundist svo taka megi af honum skýrslu. Komi hann í leitirnar er hins vegar ekki útilokað að hann verði þá dreginn fyrir dóm.
Sveddi tönn handtekinn Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira