Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 13:41 William Hahne. „Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira