Segist ekki vera rasisti - bara hrokafullur Valur Grettisson skrifar 5. nóvember 2010 13:41 William Hahne. „Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég hef aldrei hent neinu í neinn," segir upplýsingafulltrúi ungliðahreyfingar Svíþjóðardemókrata, William Hahne, í samtali við Vísi. Hann var sakaður um rasíska tilburði á Ölstofunni fyrr í vikunni sem endaði á því að hann hellti vatni á barþjón sem er af palenstínsku uppruna. William segir að glasið hafi óvænt runnið úr höndunum á sér þegar hann ætlaði að skvetta vatni á barþjóninn með þeim afleiðingum að glasið fór í öxlina á honum. Aðspurður hversvegna hann hafi ætlað að skvetta vatni á barþjóninn svarar William því til að barþjónninn hafi hent greiðslukortinu hans í sig. „Hann taldi mig vera hrokafullann," segir William sem viðurkennir að hann hafi hagað sér á frekar hrokafullann hátt. „Ég henti bara kortinu á barborðið og það fór í barþjóninn, þá kastaði hann því aftur í mig," segir William sem vill ekki kannast við að hafa látið rasísk ummæli falla um barþjóninn. „Ég er hissa á því að maðurinn gerði þetta," segir William en aðspurður hvort það hlyti ekki meira að hafa gengið á í samskiptum þeirra á milli svarar William að það eina sem honum detti í hug sé að hann hafi hugsanlega verið frekar hrokafullur. Eftir uppákomuna var William fylgt út af barnum. Þar segist William hafa beðið afsökunar á framferði sínu og fullyrðir að hann hafi einnig fengið afsökunarbeiðni vegna viðbragða barþjónsins. Í Fréttablaðinu í dag er fullyrt að Sendinefnd Svíþjóðar á Norðurlandaráðsþinginu hafi verið svo miður sín yfir uppákomunni að fulltrúi hennar hafi, með hjálp starfsmanna Alþingis, komið sér í samband við barþjóninn og óskað eftir því að fá að hitta hann áður en hópurinn fór af landi brott síðdegis í gær svo ungliðinn gæti beðist afsökunar á framferði sínu. Þegar haft var samband við Kormák Geirharðsson, eiganda Ölstofunnar, og frásögn Williams borin undir hann sagðist hann standa við frásögn barþjónsins auk þess sem hann var búinn að skoða upptöku af atvikinu. Þar sagði hann dólgslega hegðun Williams ekki fara á milli mála. Ekki er unnt að fá afrit af upptökunni.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira