Innlent

Létu vindinn ekki stoppa sig

Fjöldi manns tók þátt í sjósundinu þrátt fyrir stífa norðanátt.
Fréttablaðið/Stefán
Fjöldi manns tók þátt í sjósundinu þrátt fyrir stífa norðanátt. Fréttablaðið/Stefán
Magnaður miðvikudagur var haldinn í Nauthólsvík í gær þar sem megin viðburðurinn var svokallað Fossvogssund. Sundinu var þannig háttað að synt var frá Nauthólsvík, yfir í Kópavog og aftur í Nauthólsvík. Hópsundið fór vel fram og segir Árni Jónsson, deildarstjóri Yl-strandar, að um 150 manns hafi tekið þátt og allt hafi heppnast vel.

„Það myndaðist alveg frábær stemning þrátt fyrir stífa norðanátt,“ segir hann. „Það voru nokkrir sem komu með örlitla sjóriðu upp úr sjónum, en það var bara skemmtilegt. Þeir hristu það af sér strax,“segir Árni.

Miklir tónleikar voru haldnir í lok sundsins og skemmtu gestir sér vel. - sv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×