Norðlingaölduveita talin hagkvæmasti orkukosturinn 17. ágúst 2010 18:36 Landsvirkjun taldi Norðlingaölduveitu á sínum tíma hagkvæmasta kost sinn til orkuöflunar sem hún gæti gripið til með skömmum fyrirvara. Þeim áformum var hins vegar frestað fyrir sex árum. Með Norðlingaölduveitu er hugmyndin að stífla Þjórsá um átta kílómetrum fyrir neðan friðland Þjórsárvera en við það myndast nærri fimm ferkílómetra lón. Þaðan yrðu síðan grafin aðrennslisgöng áleiðis til Þórisvatns. Norðlingaölduveita er því ekki virkjun sem slík heldur snýst hún um að veita hluta af rennsli efri Þjórsár yfir í Þórisvatn, helsta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, svo framleiða megi meira rafmagn í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðarháls. Úrskurður Skipulagsstofnunar árið 2002, þar sem fallist var á framkvæmdina, gerði ráð fyrir sjöfalt stærra lóni sem náð hefði inn í friðlandið. Lónið umdeilda minnkaði hins vegar með úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, árið 2004, og hélt þeirri stærð með dómi Héraðsdóms árið 2006, en þar með var lónið alfarið komið út úr friðlandinu. Þetta reyndist þó ekki sú málamiðlun, sem margir töldu, heldur settu andstæðingar Norðlingaölduveitu nú fram nýja kröfu; þá að friðland Þjórsárvera yrði stækkað og veitan útilokuð. Deilan snýst ekki síður um þrjá fossa í efri hluta Þjórsár, en Dynkur þykir þeirra mikilfenglegastur. Það er hins vegar þegar búið að skerða fossana með Kvíslaveitum fyrir aldarfjórðungi en þá var um 30 prósent af rennsli þeirra tekið. Með Norðlingaölduveitu hyrfi um 40 prósent af vatninu til viðbótar. Landsvirkjun hefur á móti boðist til að halda rennsli fossanna nær óbreyttu afmarkaðan tíma yfir sumarið, í júlí og ágústmánuðum. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Landsvirkjun taldi Norðlingaölduveitu á sínum tíma hagkvæmasta kost sinn til orkuöflunar sem hún gæti gripið til með skömmum fyrirvara. Þeim áformum var hins vegar frestað fyrir sex árum. Með Norðlingaölduveitu er hugmyndin að stífla Þjórsá um átta kílómetrum fyrir neðan friðland Þjórsárvera en við það myndast nærri fimm ferkílómetra lón. Þaðan yrðu síðan grafin aðrennslisgöng áleiðis til Þórisvatns. Norðlingaölduveita er því ekki virkjun sem slík heldur snýst hún um að veita hluta af rennsli efri Þjórsár yfir í Þórisvatn, helsta vatnsforðabúr Landsvirkjunar, svo framleiða megi meira rafmagn í virkjunum við Vatnsfell, Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðarháls. Úrskurður Skipulagsstofnunar árið 2002, þar sem fallist var á framkvæmdina, gerði ráð fyrir sjöfalt stærra lóni sem náð hefði inn í friðlandið. Lónið umdeilda minnkaði hins vegar með úrskurði Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, árið 2004, og hélt þeirri stærð með dómi Héraðsdóms árið 2006, en þar með var lónið alfarið komið út úr friðlandinu. Þetta reyndist þó ekki sú málamiðlun, sem margir töldu, heldur settu andstæðingar Norðlingaölduveitu nú fram nýja kröfu; þá að friðland Þjórsárvera yrði stækkað og veitan útilokuð. Deilan snýst ekki síður um þrjá fossa í efri hluta Þjórsár, en Dynkur þykir þeirra mikilfenglegastur. Það er hins vegar þegar búið að skerða fossana með Kvíslaveitum fyrir aldarfjórðungi en þá var um 30 prósent af rennsli þeirra tekið. Með Norðlingaölduveitu hyrfi um 40 prósent af vatninu til viðbótar. Landsvirkjun hefur á móti boðist til að halda rennsli fossanna nær óbreyttu afmarkaðan tíma yfir sumarið, í júlí og ágústmánuðum.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent