Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn 10. júlí 2009 06:00 Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku. Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira
Allt bendir til þess að Ísland muni á næstu dögum eða vikum sækja um aðild að Evrópusambandinu. Sjálfstæðismenn og minnst einn þingmaður VG leggja saman til tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Allt útlit er fyrir að Alþingi samþykki um eða eftir helgi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tillagan mun njóta stuðnings allra tuttugu þingmanna Samfylkingarinnar, þriggja til fjögurra þingmanna Borgarahreyfingar, minnst tveggja framsóknarþingmanna og að öllum líkindum átta eða níu þingmanna Vinstri grænna. Það eru 33 til 35 atkvæði, en einungis þarf 32 til að hún verði samþykkt. Sjálfstæðismenn munu standa að tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, það er að þjóðin kjósi um það síðar á árinu hvort fara eigi í aðildarviðræður. „Það mun koma fram slík tillaga og við munum styðja hana," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist í gærkvöldi ekki hafa gert upp hug sinn hvort hún hygðist leggja nafn sitt við tillögu sjálfstæðismanna. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki ætla að flytja málið og vissi ekki til þess að nokkur samflokksmanna hans hygðist gera það. Tillaga stjórnarflokkanna um aðildarumsókn var afgreidd úr utanríkismálanefnd í gærmorgun. Úr nefndinni bárust alls þrjú nefndarálit. Hið fyrsta var frá meirihluta Samfylkingar og Vinstri grænna, auk Borgarahreyfingar. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Vinstri grænum, og Birgitta Jónsdóttir greiddu atkvæði með álitinu en gerðu fyrirvara. Fyrirvarinn laut að athugasemd Birgittu um stofnun svokallaðrar Lýðræðisstofu, sem á að annast framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eigið álit, þar sem meðal annars er lögð til tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla, og fulltrúi Framsóknarflokks, formaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, lagði fram þriðja álitið þar sem hnykkt var á þeirri afstöðu sem fram kom á landsfundi flokksins að fara ætti í viðræður samkvæmt skýrt afmörkuðum skilyrðum. Önnur umræða um málið fer fram í dag og er talið hugsanlegt að einnig verði þingað á laugardag og atkvæði þá jafnvel greidd um málið um helgina. Takist það ekki verður málið afgreitt eftir helgi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í fréttum í gær vonast til þess að hægt yrði að senda formlega aðildarumsókn Íslands til Brussel jafnvel strax í lok næstu viku.
Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Fleiri fréttir Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Sjá meira