Innlent

Vill þrjá saksóknara - Einn um hvern banka

Eva Joly sagði í Kastljósi í kvöld að hún vildi þrjá sérstaka saksóknar.
Eva Joly sagði í Kastljósi í kvöld að hún vildi þrjá sérstaka saksóknar. Mynd/Daníel

Eva Joly sagði í Kastljósi fyrr í kvöld að hún vilji að í stað eins sérstaks saksóknara verði þeir þrír. Hver og einn kæmi þá til með að rannsaka mál sem koma að hverjum stóru viðskiptabankanna fyrir sig.

Í þættinum sagði Eva jafnframt að Valtýr Sigurðsson ætti að víkja vegna tengsla sinna en sonur Valtýs, Sigurður, er annar tveggja forstjóra Exista.

Eva sagði að hún kæmi ekki að gagni fyrir Íslendinga ef ekki væri farið að ráðum hennar. Hún sagði jafnframt að íslensk stjórnvöld þyrftu að setja talsverða peninga í rannsóknina ef hún ætti að bera árangur. Rannsakendur yrðu að fá borgað.

Hún sagði að þeir sem hefði gagnrýnt hana, og sagt hana vanhæfa, vera verjendur grunaðara í bankahruninu en Brynjar Níelsson ritaði grein í apríl þar sem hann sagði Evu Jolu fullkomlega vanhæfa vegna ummæla sinna um stjórnendur fjármálafyrirtækja.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×