Innlent

Ákærðir vegna innbrots á Barðaströnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einn sakborninganna úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.
Einn sakborninganna úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.
Fjórir menn hafa verið ákærðir vegna innbrots og frelsissviptingu á Barðaströnd á Seltjarnarnesi þann 25. maí síðastliðinn.

Mennirnir brutust inn á úraverkstæði sem er staðsett á heimili úrsmiðs á Barðaströndinni. Úrsmiðurinn kom að þeim í miðju innbroti og þegar þeir urðu hans varir yfirbuguðu þeir manninn, límdu og bundu á honum hendur og fætur. Svo fóru þeir áfram ránshendi um verkstæðið.

Maðurinn sem ráðist var á sagði í samtali við Vísi skömmu eftir að árásin átti sér stað að hann teldi sig vera heppinn að hafa lifað þetta af. „Ég þakka bara guði fyrir að konan mín var ekki heima," sagði úrsmiðurinn.

Ákæran gegn mönnunum verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun, samkvæmt dagskrá dómstólanna.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×